Lýsing
VÖRULÝSING
Fimm í einu – undirlakk og meðferð
- Herðir og styrkir – Sérstök einkaleyfisvarin formúla styrkir neglurnar þannig að þær brotna og klofna síður. Virku efnin í formúlunni vinna saman til að styrkja og herða neglurnar alveg niður í rót.
- Hraðari vöxtur – Amínósýrur í blöndunni örva neglurnar sem gerir það að verkum að þær vaxa hraðar.
- Rakagefandi næring – Inniheldur argan og baobab olíur sem eru bæði rakagefandi og nærandi fyrir neglurnar.
- Vörn – Andoxunarefni úr acai berjum og fjólum auk E vítamíns verja neglurnar á náttúrulegan og áhrifaríkan hátt.
- Hylur og sléttar – Í undirlakkinu eru örfínar agnir sem fylla upp í ójöfnur og mildur ljósbleikur liturinn gefur jafna og náttúrulega áferð.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Fyrir heilbrigðar og sterkar neglur: Notaðu ACAI NAIL ELIXIR eins og hefðbundið undirlakk og nærðu og styrktu neglurnar í leiðinni.
Fyrir neglur sem eru brothættar, illa farnar eða vaxa hægt: Við mælum með því að lakka tvær umferðir á hreinar neglur tvisvar í viku til að gefa þeim styrkjandi og næringarríkt orkuskot. Þú munt fljótt finna muninn.