Loading...

Nailberry 3pk. To the Moon and Back/ Blue Moon

Nailberry 3pk. To the Moon and Back/ Blue Moon

Nailberry 3pk. To the Moon and Back/ Blue Moon

Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

kr. 5.400

Ekki til á lager

Loading...

Lýsing

Glæsileg gjafaaskja frá Nailberry sem inniheldur alla litina úr Moon Collection línunni.
Blue Moon
Ómótstæðilegur, djúpur blár litur sem táknar einstaka fegurð bláleitrar dagsbirtunnar sem endurkastast af jörðinni á næturhlið tunglsins. Sérlega smart, grípandi og kraftmikill litur sem passar við öll tilefni og gefur þér umsvifalaust glæsilegan og eftirtektarverðan stíl.
Stargazer
Þessi litur lyftir þínum náttúrulegu nöglum upp á hærra plan. Fínleg glitrandi áferðin er mjúk, þokkafull og fáguð allt í senn. Leikur að gylltum og bleikum tónum framkallar náttúrulega fegurð þína og draumkenndur liturinn er algjör senuþjófur. Þetta verður nýja uppáhalds naglalakkið þitt sem þú munt nota allt árið um kring.
To the Moon & Back
Ef þú getur ekki valið á milli uppáhalds rauða naglalakksins þíns og flottasta glimmer lakksins er þetta rétti liturinn fyrir þig. Liturinn er bjartur og sanseraður með hlýjum undirtón, örlítið vintage en aðallega sjóðheitur og seiðandi. Lakkaðu bæði fingur og tær með þessum gullfallega lit sem þú átt örugglega eftir að elska. Einstaklega ferskur og flottur litur, bæði hversdags og spari. Nailberry vetrarlínan
Framundan er tími hátíða og nýs upphafs. Við njótum samverustunda með fjölskyldu og vinum og gleðjumst um leið og við sýnum þakklæti og kærleika. Þessi dásamlegi árstími er innblásturinn að nýjustu línunni frá Nailberry „Moon Collection“. Í línunni eru þrír sanseraðir litir, hver öðrum glæsilegri sem minna á tunglskin á vetrarnóttu. Þeir eru djúpir, krafmiklir og heillandi og ná að beisla orku tunglsins og fegurð vetrarbirtunnar. Bjartir litirnir koma vel út hvort sem er að degi til eða kvöldi og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera klæðilegir og smart. Þeir glitra fallega í dagsbirtunni, kraftmiklir og afgerandi en í mjúkri kvöldbirtunni fá þeir á sig töfrandi og hátíðlegan blæ

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Einföld ráð til að láta naglalakkið endast 1 – Þvo á sér hendurnar, setja spritt eða naglalakkahreinsir í bómull og strjúka af nöglinni til þess að hreinsa í burt alla fitu og óhreinindi. 2 – Lagfæra lengdina á nöglunum ásamt ójöfnum, setja þunna umferð af undirlakki eða næringu sem fyrstu umferð 3 – 2 þunnar umferðir af Nailberry naglalakki 4 – Setja yfirlakk sem gæti verið Fast dry gloss eða Shine & Breathe.

UM NAILBERRY

Nailberry naglalökkin eru hugarsmíð Soniu Hully. Hún ákvað strax í upp­hafi að gefa engan af­slátt, hvorki af heilsunni né hátískunni. Í dag hafa Nailberry naglalökkin öðlast sess sem hátískuvara sem notast er við á tískuvikum í stórborgum. En þú get­ur líka keypt þau á skemmtilegustu jógastöðunum t.d. í London. Það er fallegt að bera naglalakk sem andar og nærir.

L’Oxygéné línan frá Nailberry, eru sannkölluð lúxus naglalökk. Þau hleypa í gegn raka og súrefni. Eru eiturefnalaus, VEGAN, næra, anda, endast og eru framúrskarandi smart.

Fagfólkið keppist um á dásama Nailberry L’Oxygéné.

Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

L’Oxygéné eru án 12 skaðlegustu efnanna sem almennt er að finna í naglalökkum. Þau eru: Formaldehýð Túlín Kemísk kamfóra DPB (skaðleg þalöt) Formaldehýð kvoðu (resin), xylene, ethyl tosylamide, triphenyl phosphate, alkóhóls, parabena, dýraafurða & glútens (sem er ekki sjálfgefið).

Nailberry L’Oxyéne henta því ekki bara flestum heldur öllum. Þar með talið óléttum konum, börnum og líka þorra þeirra sem þjást af allskyns ofnæmum. Þau sameina í senn fegurð og hreinleika og það ekkert gefið eftir þegar kemur að heilsusamlegum snyrtivörum. Neglurnar koma vel nærðar undan Nailberry L’Oxygén.

Upplýsingar um seljenda

  • Heiti verslunar: Dimmalimm
  • Seljandi: Dimmalimm
  • Heimilisfang: Hraunbær 102a
    (fyrir aftan Árbæjarblóm)
    110 Reykjavík
  • Engar einkunnir skráðar enn!