Skilmálar og skilyrði

NOTENDASKILMÁLAR

Eftirfarandi notendaskilmálar lista upp skilmála notenda við stofnun notendaaðgangs, viðskipta milli notenda, og almenna notkun á viðskiptakerfi Smartshop – Latte ehf. Notendaskilmálarnir gilda við notkun á öllum miðlum Smartshop – Latte ehf, en leyfi þitt til að nota miðlana er háð því að þú skiljir og samþykkir þessa skilmála. Með því að samþykkja skilmála Smartshop – Latte ehf lýsir þú því yfir að þú hafir lesið, skilið, og samþykkt skilmálana í heild sinni. Skilmálarnir gilda milli notanda og Smartshop – Latte ehf. Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á notendaskilmálum einhliða og fyrirvaralaust, en allar slíkar breytingar verða kynntar á vef Smartshop – Latte ehf. Ef frekari spurningar vakna þá endilega hafið samband við okkur með tölvupósti á netfangið smart@Smartshop.is   eða í síma 777 6866.

 

Notendaskilmálar þessir samanstanda af eftirfarandi atriðum:

– Skilmálar þess að stofna notendaaðgang.

– Skilmálar viðskipta milli notenda og réttindi bæði seljanda og kaupanda í slíkum viðskiptum.

– Skilmálar viðskiptakerfis Smartshop – Latte ehf og réttindi bæði seljanda og kaupanda í því samhengi.

– Almenn notkun miðla Smartshop – Latte ehf, reglur um skrásetningu auglýsinga, og hvað er nauðsynlegt til að tryggja góð samskipti milli notenda til að fá sem besta upplifun af notkun Smartshop – Latte ehf.

– Skilmálar tengdir notendaaðgangi.

  1. Notendaskilmálar tengdir notendaaðgangi

1.1. Almenn skilyrði

– Notendur mega einungis eiga einn virkan notendaaðgang hjá Smartshop – Latte ehf hverju sinni. Notendaaðgangurinn er einstaklingsbundinn og honum má ekki deila með öðrum. 

– Stranglega bannað er að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á vefinn. Smartshop – Latte ehf mun vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. 

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér allan rétt til þess að loka eða eyða notendaaðgangi ef aðgangurinn er talinn brjóta gegn notendaskilmálum Smartshop – Latte ehf eða íslenskum lögum. Smartshop – Latte ehf áskilur sér einnig rétt til þess að loka eða eyða notendaaðgangi ef skráning persónuupplýsinga eða annara upplýsinga er röng eða ef aðgangurinn er talinn misnota þjónustu Smartshop – Latte ehf á einhvern hátt. Einstaklingar sem eiga aðgang sem hefur verið eytt eða lokað er óleyfilegt að stofna nýjan aðgang að Smartshop – Latte ehf og nýta sér þjónustu þess án samþykkis. Tilraunir til þess að stofna nýjan aðgang án samþykkis mun leiða til þess að tilteknum aðgangi verður eytt fyrirvaralaust. 

– Þú sem notandi berð sjálf/ur ábyrgð á því að passa upp á notendaupplýsingar þínar, lykilorð, og öll viðskipti sem fram fara í gegnum notendaaðganginn. Ef þú veist eða þig grunar að einhver annar hafi aðgang að notendaaðgangi þínum eða sé á einhvern hátt að misnota aðgang þinn, óháð því hvernig það gæti hafa atvikast, ber þér skylda til að tilkynna það til Smartshop – Latte ehf. Í slíkum tilvikum áskilur Smartshop – Latte ehf sér rétt til þess að loka fyrir notendaaðganginn sem um ræðir. 

– Verði aðilar uppvísir að sviksamlegu athæfi við kaup eða sölu á Smartshop – Latte ehf verður það tilkynnt til lögreglu. 

1.2 Vandamál við aðgengi að notendaaðgangi á Smartshop – Latte ehf
Smartshop – Latte ehf getur ekki ábyrgst að þjónusta þess sé ávallt aðgengileg þar sem upp geta komið tilvik þar sem netþjónar eru óaðgengilegir. Ef til þess kemur að vefsíða og þjónusta Smartshop – Latte ehf er óaðgengilegt, þá í tilviki tímabundinnar og áætlaðrar lokunar eða vegna tæknilegra örðugleika, mun Smartshop – Latte ehf ekki teljast ábyrgt fyrir þeim óþægindum sem notendur gætu upplifað vegna þessa.

1.3 Óbeint tjón
Smartshop – Latte ehf telst ekki ábyrgt gagnvart notendum eða þriðja aðila við tilkomu óbeins tjóns, tap á gögnum, hagnaði, innkomu eða viðskiptum, hvort sem það er til komið vegna gáleysis, broti á notendaskilmálum þessum, eða af öðrum orsökum. Þetta gildir einnig þrátt fyrir að slíkt tjón gæti hafa verið fyrirsjáanlegt hjá Smartshop – Latte ehf eða Smartshop – Latte ehf hafi verið tilkynnt um möguleika á slíku tjóni.

1.4 Almennir skilmálar hugverkaréttinda
Allt innihald sem birt er á miðlum Smartshop – Latte ehf, þar með talin (en takmarkast ekki við) vörumerki, texti, hönnun, grafík, ljósmyndir og ritstýrt efni er varið höfundarrétti. Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða hagnast á því persónulega. Dreifing, endurútgáfa eða fjölföldun á höfundavörðu efni Smartshop – Latte ehf er með öllu óheimil.

1.5 Ófyrirsjáanlegar aðstæður (Force Majeure)
Smartshop – Latte ehf er ekki ábyrgt fyrir neinum töfum á aðgerðum eða vanefndum á skuldbindingum sínum sem til koma vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna eða annara þátta sem Smartshop – Latte ehf hefur enga stjórn á (í tilfelli force majeure atburðar). Við slíkar kringumstæður áskilur Smartshop – Latte ehf sér rétt til þess að framlengja fresti til að efna skuldbindingar sínar og meta skal sanngirni slíkrar framlengingar í tengslum við eftirfarandi notendaskilmála og aðrar skuldbindingar Smartshop – Latte ehf.

1.6 Reglur um notkun Smartshop – Latte ehf

– Við innskráningu og stofnun notendaaðgangs hefur viðkomandi aðili samþykkt eftirfarandi notendaskilmála Smartshop – Latte ehf.

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér allan rétt til þess að uppfæra notkunarreglur sínar hvenær sem er og setja í gildi án samþykkis notenda. Það er því mikilvægt að notendur kynni sér notkunarreglur Smartshop – Latte ehf reglulega og fylgist með mögulegum breytingum. Notendur geta dregið samþykki sitt við notkunarreglum Smartshop – Latte ehf til baka hvenær sem er og/eða lokað aðgangi sínum ef þeir samþykkja ekki þær breytingar sem gerðar eru. 

– Allar notkunarreglur eru í gildi þar til þeim er skipt út fyrir nýjar. Þessi útgáfa af notkunarreglum Smartshop – Latte ehf taka gildi og eru í gildi frá 1. Maí 2023.

  1. Skilmálar persónulegra viðskipta milli notenda 

– Persónuleg viðskipti teljast þau viðskipti sem eiga sér stað milli notenda á vefsíðu Smartshop – Latte ehf og eiga þau sér stað þegar notendur selja eða kaupa vörur til og frá öðrum notendum. Athugið að við skráningu auglýsingar á vöru til sölu færist eignarréttur af vörunni sjálfkrafa af seljanda og yfir á Smartshop – Latte ehf. Í persónulegum viðskiptum er Smartshop – Latte ehf ekki samningsbundinn aðili heldur starfar sem óháður aðili í þágu notenda. 

– Við öll persónuleg viðskipti sem fram fara á Smartshop – Latte ehf gilda íslensk lög. Um viðskipti á Smartshop – Latte ehf gilda eftir því sem við á lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Þegar um neytendakaup er að ræða gilda eftir því sem við á lög um neytendakaup nr. 48/2003.

– Notandi má ekki nota vefsíðu Smartshop – Latte ehf ef hann er ekki fær um að mynda löglega bindandi samninga í samræmi við neðangreint:

Aðgangur að vefnum og notkun er aðeins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri, eru lögráða, sjálfráða og fjárráða og búa yfir þroska, reynslu og skilningi að því marki sem nauðsynlegt þykir til að nota þjónustuna. Smartshop – Latte ehf ber enga ábyrgð á því ef aðilar sem ekki uppfylla framangreind skilyrði nota þjónustuna án heimildar.

2.1 Samantekt á skilmálum persónulegra viðskipta

– Öll viðskipti milli notenda á Smartshop – Latte ehf teljast sem persónuleg viðskipti, þ.e. allar vörur eru keyptar í því ástandi sem þær eru, án afturköllunarréttar.

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að loka notendaaðgöngum sem teljast stríða gegn notendaskilmálum, notkunarreglum, góðum viðskiptaháttum, eða íslenskum lögum. 

– Smartshop – Latte ehf er milliliður í viðskiptum þeirra sem skrá vöru og selja hana og þeirra sem kaupa vörur frá öðrum notendum. Við skráningu auglýsingar á vöru til sölu á Smartshop – Latte ehf færist eignarréttur af vörunni sjálfkrafa af seljanda og yfir á Smartshop – Latte ehf. Smartshop – Latte ehf er þannig ekki samábyrgt seljanda eða kaupanda í viðskiptum þeirra á milli.  

– Öll send kauptilboð á söluauglýsingar eru bindandi. Kaupandi er þar með skyldugur til þess að ganga frá kaupum og greiða fyrir vöru ef seljandi hefur samþykkt kauptilboð kaupanda. Það sama gildir ef seljandi sendir kauptilboð sem er samþykkt af kaupanda. 

– Seljendur eru sjálfir ábyrgir fyrir því að fylgja öllum lögum og reglum er kemur að virðisaukaskatti og tilkynningum til skattayfirvalda. 

– Í tilfellum þar sem sendingar skila sér ekki þarf seljandi alltaf að hafa til staðar skjöl sem staðfesta að seld vara hafi verið send áfram. Þau skjöl sem um ræðir geta verið í formi staðfestingar tölvupósts frá sendingaraðila, staðfestingu á póstsendingu, eða með framvísun rekjanlegs sendingarnúmers. Ef seljandi getur ekki sýnt fram á slík gögn sem staðfesta að varan hafi verið send áfram getur kaupandi krafið seljanda um endurgreiðslu. Ef seljandi getur hinsvegar sýnt fram á staðfestingu á sendingu vörunnar færist ábyrgðin og áhættan á týndri vöru yfir á kaupanda. 

2.2 Ef upp koma deilur milli kaupanda og seljanda 

Í tilfellum þar sem deilur koma upp milli kaupanda og seljanda í tengslum við sölu sem fer fram innan Smartshop – Latte ehf þurfa notendur fyrst að reyna að leysa málið sín á milli. Ef kaupandi hefur athugasemdir varðandi ástand vöru ber honum fyrst að hafa samband við seljanda innan 24 klukkustunda frá því að vara er sótt. Ef ekki gengur að leysa málið við seljanda eða seljandi svarar ekki innan sólarhrings, skal kaupandi hafa samband og tilkynna deilurnar til Smartshop – Latte ehf með því að fylla út formið “tilkynna viðskipti” sem staðsett er neðst á vefsíðunni. Við tilkynningu á viðskiptum ber að senda meðfylgjandi ítarlega lýsingu á því hvernig ástand vöru er ábótasamt ásamt því að láta fylgja með skýrar ljósmyndir málinu til staðfestingar. Við ráðleggjum notendum hvernig hægt megi leysa deilurnar í samræmi við íslensk lög. Athugið að tilkynna þarf viðskiptin til Smartshop – Latte ehf innan 14 daga frá því að kaupandi móttekur vöruna. Smartshop – Latte ehf áskilur sér allan rétt til þess að hafa engin afskipti af deilum milli kaupenda og seljenda ef kaupandi gerir ekki tilraun til að leysa málið við seljanda fyrst áður en haft er samband við Smartshop – Latte ehf, eða ef ofangreindur tímarammi er liðinn. Ef upp koma mál þar sem notendur eru ekki að fylgja notendaskilmálum og reglum Smartshop – Latte ehf gætu verið sendar út viðvaranir til viðkomandi aðila og/eða tekið til lokunar notendaaðganga. Athugið þó að fari viðskipti og greiðsla fram utan vefsíðu Smartshop – Latte ehf geta notendur ekki nýtt sér þjónustu og aðstoð Smartshop – Latte ehf við að leysa úr deilum. Við mælum því eindregið með því að öll viðskipti fari fram innan Smartshop – Latte ehf til að tryggja öryggi og upplifun notenda. 

2.3 Notendaskilmálar seljenda

Allir samningsskilmálar í tengslum við viðskipti milli kaupanda og seljanda eru tilgreindir af seljanda, annað hvort skriflega eða á annan hátt. Tilkynningarskylda á þessum samningsskilmálum til kaupanda liggur hjá seljanda en ekki Smartshop – Latte ehf. 

2.3.1 Nákvæm lýsing á vöru í söluauglýsingu

Seljandi ber ábyrgð á því að lýsing vöru sé í samræmi við ástand hennar. Seljendum ber að gefa nákvæma lýsingu á þeim vörum sem þeir selja á Smartshop – Latte ehf og bera sjálfir ábyrgð á villum eða ónákvæmni í vörulýsingu, ef varan er móttekin af kaupanda í öðru ástandi en því sem fram kemur í lýsingunni. Vörumerki eða aðrar upplýsingar um uppruna, framleiðslu, stærð, mál, lit eða annað um vöru sem fram kemur í vörulýsingu verður að vera algjörlega nákvæm og ekki villandi öðrum notendum. Ef um er að ræða einhverja galla, hluti sem vantar, slit, rispur, óhreinindi, bletti eða þú hefur keypt vöruna notaða, ber að geta þess í vörulýsingunni. Við skráningu auglýsingar á vöru til sölu færist eignarréttur af vörunni sjálfkrafa af seljanda og yfir á Smartshop – Latte ehf. Ef viðskipti eru tilkynnt til Smartshop – Latte ehf vegna misvísandi eða ófullnægjandi vörulýsingar, annaðhvort í texta eða á myndum, mun Smartshop – Latte ehf ráðleggja notendum sínum og starfa í samræmi við íslensk lög. 

Athygli er vakin á því að margar vörur sem seldar eru á miðlum Smartshop – Latte ehf eru notaðar/secondhand. Mælt er með því að notandi kynni sér vel ástand vöru fyrir kaup með því að lesa vörulýsingu og skoða myndir af vöru, auk þess sem hægt er að óska eftir nánari lýsingu eða ljósmyndum frá seljanda í gegnum spjallið.

2.3.2 Eignarréttur seljanda

Seljandi sem setur vöru til sölu á Smartshop – Latte ehf verður að geta sýnt fram á fullan eignarrétt á vörunni auk þess að sýna fram á rétt til þess að flytja eignarrétt vörunnar yfir á kaupanda. Við skráningu auglýsingar á vöru til sölu á vefsíðu Smartshop – Latte ehf færist eignarréttur af vörunni sjálfkrafa af seljanda og yfir á Smartshop – Latte ehf.

2.3.3 Ábyrgð seljanda

Sem seljandi ert þú ábyrgur fyrir því að hvorki salan á vörunni sjálfri, vörulýsingin, né nokkur starfsemi eða samskipti sem þú tekur þátt í sem tengjast viðskiptum á Smartshop – Latte ehf:

– Brjóti gegn hugverkaréttindum eða öðrum réttindum einstaklings eða lögaðila

– Brjóti gegn gildandi löggjöfum á Íslandi hvort sem það er refsivert, aðgerðarhæft eða annað

– Séu rangar, óheiðarlegar, villandi, eða móðgandi

– Sé klámfengið

– Birtist á lista Smartshop – Latte ehf yfir óleyfilega hluti, sjá hluta 4.3.

– Sem seljandi ber þér einnig skylda til að halda utan um öll sendingargögn seldrar vöru eins og staðfestingu á póstsendingu, tölvupóst með staðfestingu sendingar frá sendingaraðila, eða framvísun rekjanlegs sendingarnúmers. Ef seljandi getur ekki sýnt fram á slík gögn sem staðfesta að varan hafi verið send og getur með því ekki staðfest að seld vara hafi verið send áfram getur kaupandi krafið seljanda um endurgreiðslu í tilfellum þar sem vara skilar sér ekki til kaupanda. 

– Ef seljandi getur sýnt fram á að seld vara hafi verið send áfram, en varan hefur ekki enn skilað sér á áfangastað, er seljanda bent á að hafa samband við sendingaraðila eða póstþjónustu. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Smartshop – Latte ehf með því að senda tölvupóst á netfangið smart@Smartshop.is  

2.3.4 Ábyrgð seljanda í tengslum við tilboð og sölu

– Öll kauptilboð sem seljandi samþykkir eru bindandi, bæði fyrir seljanda og kaupanda. Með þessu er kaupanda einungis leyfilegt að draga til baka kauptilboð ef varan passar ekki við vörulýsingu eða myndir á söluauglýsingu, t.d. við frekari samskipti við seljanda. Þetta þýðir einnig að seljanda er ekki leyfilegt að selja vöru til annara notenda, hafi hann þegar samþykkt kauptilboð, nema seljandi hafi fengið fyrirfram staðfest samþykki frá kaupanda. 

– Ef seljandi samþykkir ekki kauptilboð innan 7 daga frá því það var lagt fram, hefur kaupandi rétt til að draga kauptilboð sitt til baka. Samþykki seljandi kauptilboð eftir að 7 dagar eru liðnir gildir það sama, kaupandi getur dregið kauptilboð sitt til baka. 

– Öll sölu eða kauptilboð sem lögð eru fram eru gild í 7 daga. Ef sölutilboð sem lagt er fram af seljanda er samþykkt af kaupanda innan 7 daga, er seljanda skylt að selja vöruna til þess kaupanda. Ef sölutilboð er samþykkt eftir að 7 dagar eru liðnir má seljandi sjálfur ákveða hvort hann vill selja vöruna til þess kaupanda eða ekki. 

– Ef kaupandi hættir við að kaupa vöruna eftir að tilboð hefur verið samþykkt mælum við með því að seljandi tilkynni kaupanda til Smartshop – Latte ehf í gegnum netfangið smart@Smartshop.is  

– Greiðsla fyrir selda vöru er framkvæmd til seljanda 1 degi eftir að að kaupandi hefur sótt vöru til sendingaraðila eða seljanda, ef kaupandi gerir engar athugasemdir við ástand vöru. Ef kaupandi gerir athugasemdir við ástand vöru getur greiðsla tafist meðan málið er í úrvinnslu. Athugið að greiðslan birtist á yfirlit seljanda næsta virka degi eftir að greiðsla er framkvæmd og þar geta frí-og helgi dagar spilað inn í.

– Áhætta af flutningi vöru flyst yfir á kaupanda þegar seljandi hefur afhent vöruna til sendingaraðila. Vara telst afhent sendingaraðila þegar varan hefur verið móttekin af sendingaraðila og slík staðfesting hefur verið gefin út af sendingaraðila. Staðfestingin er send með tölvupósti og er einnig að finna undir “seldar vörur” og “mín kaup” á seljanda og kaupendasvæði á Smartshop – Latte ehf. 

– Seljanda er skylt að senda keypta vöru af stað til kaupanda ekki seinna en 5 dögum eftir að viðskipti hafa farið fram. Ef seljandi afhendir sendingaraðila ekki keypta vöru innan 5 daga telst kaupum rift og kaupandi fær endugreitt fyrir kaup sín. 

– Það er á ábyrgð seljanda að halda utan um öll sendingargögn til að geta staðfest að sending á seldri vöru hafi farið fram. Kvittun fyrir sendingarkostnaði er ekki nægileg sem staðfesting. Ef slík staðfesting er ekki fyrir hendi og vara skilar sér ekki á áfangastað til kaupanda, er kaupanda heimilt að krefjast endurgreiðslu frá seljanda.

– Seljandi þarf að tryggja að vara sé pökkuð rétt inn til að verja hana gegn hnjaski áður en hún er send með póstþjónustu. Vinsamlega athugið viðmið póstþjónustu til að vera þess viss að vara sé rétt innpökkuð. 

– Öll birt verð eru staðgreiðsluverð og með virðisaukaskatti. Það er á ábyrgð seljanda að gefa upp réttar upplýsingar til skattayfirvalda tengdar tekjum af viðskiptum sem fram fara í gegnum Smartshop – Latte ehf. Það er ekki á ábyrgð Smartshop – Latte ehf að tilkynna seljendur til skattayfirvalda eða á nokkurn hátt hafa eftirlit með skattgreiðslum tengdum viðskiptum sem fram fara á Smartshop – Latte ehf. Smartshop – Latte ehf ber þannig enga ábyrgð á skattamálum notenda sinna. 

2.4 Notendaskilmálar kaupenda 

2.4.1 Tilboð

Kaupendur þurfa að vera meðvitaðir um það að öll kauptilboð sem send eru á seljanda eru bindandi. Það er því ekki heimilt að senda tilboð sér til gamans. Ef slík tilboð eru send reglulega án þess að staðið sé við þau, séu þau samþykkt, getur notandi átt það á hættu að aðgangi hans á Smartshop – Latte ehf verði lokað. 

2.4.2 Óleyfileg viðskipti

Kaupanda er ekki heimilt að leitast eftir kaupum á vörum sem listaðar eru á lista Smartshop – Latte ehf yfir ólöglegar eða óleyfilegar vörur, svo sem falsaðar vörur, lifandi dýr, mat, eða drykkjarföng. Sjá lista yfir óleyfilegar vörur á Smartshop – Latte ehf í hluta 4.3. 

2.4.3 Ábyrgð kaupenda

Sem kaupandi, berð þú ábyrgð á því að öll starfsemi eða samskipti sem þú tekur þátt sem tengjast viðskiptum á Smartshop – Latte ehf: 

– Brjóti ekki gegn hugverkaréttindum eða öðrum réttindum einstaklings eða lögaðila

– Brjóti ekki gegn gildandi löggjöfum á Íslandi hvort sem það er refsivert, aðgerðarhæft eða annað

– Öll samskipti séu hvorki röng, óheiðarleg, villandi, eða móðgandi

– Séu ekki klámfengin

– Einnig skal kaupandi hafa það hugfast að þegar seld vara hefur verið afhent af seljanda til sendingaraðila eða póstþjónustu, færist ábyrgðin á týndri sendingu yfir á þig sem kaupanda ef seljandi getur sýnt fram á og staðfest með tilskildum gögnum að varan hafi verið send áfram. 

2.4.4 Ábyrgð kaupanda í tengslum við tilboð og kaup

– Ef kaupandi gerir tilboð í vöru sem er samþykkt af seljanda innan 7 daga frá því tilboðið er sent, telst tilboðið lagalega bindandi. Þetta þýðir að kaupanda er skylt að greiða fyrir vöru í samræmi við greiðsluskilmála sem voru samþykktir.

– Kaupverð er ákveðið og umsamið milli kaupenda og seljenda. 

– Allar vörur sem seljandi er með til sölu eru í því ástandi sem tilgreint er. Kaupandi ber ábyrgð á því að kynna sér ástand vörunnar áður en tilboð er gert. Við hvetjum kaupendur til að skoða vel lýsingar og myndir af vöru ásamt því að spyrja seljanda nánar út í ástand vöru áður en tilboð er gert. Vakin er athygli á 20. gr. laga um lausafjárkaup nr. 59/2000, en þar segir: 

–1. mgr. Kaupandi getur ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð. 

–2. mgr. Hafi kaupandi rannsakað söluhlut áður en kaupin voru gerð eða hafi hann án gildrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að sinna hvatningu seljanda um slíka rannsókn getur kaupandi ekki borið fyrir sig neitt það sem hann hefði þá átt að veita athygli. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans að öðru leyti verið andstætt heiðarleika og góðri trú. 

–3. mgr. Reglur 2. mgr. gilda einnig hafi kaupandi fyrir kaup rannsakað sýnishorn af hlutnum eða látið það hjá líða án gildrar ástæðu og gallinn varðar eiginleika sem mátti sjá á sýnishorninu.

– Ef keypt vara passar ekki við vörulýsingu eða myndir sem seljandi setur fram, telst málið vera milli þín og seljanda. Kaupandi skal hafa samband við seljanda innan 24 klukkustunda frá því að vara hefur verið sótt á afhendingarstað sendingaraðila. Náist ekki samkomulag milli kaupanda og seljanda, eða seljandi svarar ekki fyrirspurnum kaupanda innan 24 klukkustunda, er kaupanda heimilt að hafa samband við þjónustuver Smartshop – Latte ehf eða tilkynna seljanda með því að fylla út formið “tilkynna viðskipti” sem staðsett er neðst á vefsíðunni. Tímarammi til að hafa samband við Smartshop – Latte ehf til að fá aðstoð við að leysa málið eru 14 dagar frá móttöku vöru. Við ráðleggjum bæði seljendum og kaupendum í samræmi við íslensk lög og notendaskilmála Smartshop – Latte ehf. Smartshop – Latte ehf getur tekið til þess að gefa út viðvaranir eða lokað notendaaðgöngum ef notendaskilmálum eða öðrum reglum er ekki fylgt.

  1. Reglur og skilmálar um notkun viðskiptakerfis Smartshop – Latte ehf

Þessi hluti skilmála Smartshop – Latte ehf taka sérstaklega fyrir þá skilmála sem eiga við um viðskipti sem fram fara í gegnum vefsíðu Smartshop – Latte ehf. Hafið hugfast að aðrir tilteknir skilmálar sem nefndir hafa verið áður í 2. hluta varðandi tilboðs reglur, skilmála kaupenda og seljenda eiga einnig við samhliða þeim sem nefndir eru í þessum hluta.

3.1 Almennt um viðskiptakerfi Smartshop – Latte ehf

3.1.1 Notkun Smartshop – Latte ehf

Í öllum samskiptum milli seljenda og kaupenda, er seljanda heimilt að útbúa sölutilboð sem gildir í 24 tíma. Innan þessa tímaramma er kaupanda heimilt að samþykkja eða hafna tilboði seljanda. Ef tilboðið er samþykkt er það talið bindandi fyrir bæði kaupanda og seljanda í samræmi við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eða eftir því sem við á lög um neytendakaup nr. 48/2003. 

3.1.2 Greiðslur og peningaviðskipti í gegnum Smartshop – Latte ehf

– Þegar kaupandi samþykkir tilboð frá seljenda í gegnum vefsíðu Smartshop – Latte ehf og gengur frá greiðslu, er upphæðin dregin af korti kaupanda. Upphæðin er geymd þar til 1 virkum degi eftir að kaupandi hefur sótt vöruna á afhendingarstað sendingaraðila. Seljandi hefur 5 daga til að afhenda vöru til sendingaraðila. Ef seljandi sendir ekki frá sér vöruna innan 5 daga verður upphæðin færð aftur inn á reikning kaupanda. Ef seljandi hins vegar sendir frá sér vöruna áður en 5 daga fresturinn rennur út, eru viðskiptin talin staðfest og sölu upphæðin dregin af korti kaupanda og lögð inn á seljanda 1 degi eftir að kaupandi hefur sótt vöruna á afhendingarstað sendingaraðila. Greiðslan birtist á yfirliti seljanda á næsta virka degi eftir að greiðsla er framkvæmd og þar geta frí-og helgi dagar spilað inn í.

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að halda aftur að greiðslum til seljanda ef talið er að um sviksamlegt athæfi sé að ræða. Í slíkum tilvikum verður greiðslu haldið aftur meðan viðskipti eru yfirfarin.

– Kaupanda ber að ganga úr skugga um að réttar persónuupplýsingar og tengi upplýsingar séu skráðar áður en viðskipti á Smartshop – Latte ehf fara fram, til að tryggja að hann móttaki örugglega allar upplýsingar um sendingu sína frá sendingaraðilum. 

3.1.3 Frágangur og framkvæmd greiðslu 

Þegar tilboð hefur verið samþykkt af kaupanda, hefur seljandi 5 daga í frest til að afhenda vöruna til sendingaraðila. Seljanda er frjálst að afhenda vöruna á hvaða afhendingarstað sem studdur er af sendingaraðilum Smartshop – Latte ehf og getur kynnt sér nálæga afhendingarstaði á heimasíðu þeirra. Afhendi seljandi ekki vöruna frá sér til sendingaraðila innan 5 daga frestsins telst kaupum rift og kaupandi fær endurgreitt. Við kaup á Smartshop – Latte ehf er söluupphæðin dregin af greiðslukorti kaupanda og geymd þar til 1 virkum degi eftir að kaupandi sækir vöru á afhendingarstað sendingaraðila. Upphæðin verður sýnileg á reikningi seljanda á næsta virka degi að þeim 1 degi liðnum geri kaupandi ekki athugasemd við ástand vöru. Ef kaupandi hinsvegar gerir athugasemd við ástand vöru áskilur Smartshop – Latte ehf sér rétt til þess að geyma greiðslu meðan málið er í úrvinnslu. 

3.1.4 Áður en vara er send áfram

Er það á ábyrgð seljanda að:

– Ábyrgjast að vara sem er seld sé send til kaupanda í því ástandi sem lýst er í vörulýsingu og á myndum hjá seljanda. Ef kaupandi telur vöruna ekki vera í því ástandi sem lýst var eftir að varan hefur verið afhent, hefur kaupandi rétt til þess að hafa samband við seljanda og leita lausna á málinu innan 24 sólarhringa frá móttöku vörunnar. Ef ekki fæst lausn í málið með samskipum milli kaupanda og seljanda er kaupanda frjálst að hafa samband við þjónustuver Smartshop – Latte ehf og tilkynna seljanda. Það er því mikilvægt að seljandi tryggi að allar lýsingar og myndir af vöru séu nákvæmar. Sjá nánar um ábyrgð og notendaskilmála seljanda í hluta 2.3. 

— Smartshop – Latte ehf vekur í þessu samhengi athygli á 19. gr. laga um lausafjárkaup sem fjallar um hlut seldan á uppboði “í því ástandi sem hann er”, en þar segir eftirfarandi: 

— 1. mgr. Þótt söluhlutur sé seldur “í því ástandi sem hann er” eða með öðrum áþekkum almennum fyrirvara telst hann gallaður þegar: 

—a. hluturinn svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur gefið um hann, eiginleika hans eða not og ætla má að þessi atriði hafi haft áhrif á það að kaup gerðust; 

—b. seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði sem verulega máli skipta varðandi hlutinn eða not hans og seljandi hlaut að þekkja til og kaupandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft áhrif á kaupin eða 

—c. ástand söluhlutar er til muna verra en kaupandi hafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð og atvik að öðru leyti.

– Ábyrgjast að vara sé í réttum umbúðum við sendingu sem tryggja að hún verði ekki fyrir skemmdum í sendingarferli. Það er á ábyrgð seljanda að fylgja innpökkunarreglum sendingaraðila og tryggja að umbúðir vörunnar fylgi settum stöðlum. Ef umbúðir á seldri vöru standast ekki kröfur sendingaraðila, og ef vara verður fyrir tjóni í sendingarferli af þeim orsökum, er seljandi ábyrgur fjárhagslega fyrir því tjóni. 

– Ábyrgjast að stærð og þyngd pakkninga standist kröfur sendingaraðila við afhendingu. Ef stærð og/eða þyngd pakka stenst ekki kröfur sendingaraðila hefur sendingaraðili rétt til þess að hafna því að senda pakka eða rukka aukalega fyrir yfirþyngd eða of stóra stærð. Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að færa slíkan auka kostnað yfir á seljanda. 

– Ábyrgjast að seld vara sé afhent á afhendingarstað sendingaraðila innan 5 daga frá sölu vörunnar. Ef vara er ekki afhent sendingaraðila innan 5 daga, verður viðskiptunum rift og söluverð endurgreitt til kaupanda. 

3.1.5 Sending og afhending vöru

Vara verður að vera afhent á afhendingarstað sendingaraðila áður afhendingarfrestur er liðinn. Afhendingarfrestur kemur skýrt fram í viðskiptaferli sölunnar hjá bæði seljanda og kaupanda. Báðir aðilar fá sendar tilkynningar meðan á sendingarferli stendur varðandi staðsetningu pakkans og afhendingu til kaupanda sem einnig er sýnilegt á viðskiptaferli sölunnar á kaupendasvæði og seljendasvæði hjá Smartshop – Latte ehf undir “seldar vörur” og “mín kaup”. Þegar pakki hefur verið afhentur á valinn afhendingarstað kaupanda, getur kaupandi sótt pakkann þangað. Afhendingartími er breytilegur eftir tímaramma sendingaraðila eftir að seljandi hefur afhent sendingaraðila pakkann. Kaupandi hefur 2-7 daga til að sækja pakka á valinn afhendingarstað sendingaraðila eftir því hvort um er að ræða pakkabox eða pósthús. Að 2-7 dögum liðnum verður aukagjald tekið af sendingaraðilum hafi hann ekki verið sóttur af kaupanda og færist allur slíkur aukakostnaður yfir á kaupanda við móttöku. Það er á ábyrgð kaupanda að sækja vöru á afhendingarstað sendingaraðila innan 2-7 daga frestsins. 

3.1.6 Staðfesting persónuupplýsinga og öryggisprófanir

Af öryggisástæðum geta notendur verið beðnir um að staðfesta persónuupplýsingar af þjónustuveri Smartshop – Latte ehf, þetta á við þegar verslað er fyrir háar upphæðir í einstaka viðskiptum eða þegar verslað er fyrir háa heildarupphæð af mörgum viðskiptum. 

3.1.7 Öryggi í tengslum við peningaviðskipti

Viðskiptakerfi Smartshop – Latte ehf ehf notast við greiðslusíðu frá Valitor. Kerfið notar SSL dulkóðun við allar færslur og því eru öll gögn dulkóðuð. Valitor er PCI vottaður aðili sem þýðir að fyrirtækið starfar í samræmi við öryggisstaðla sem gefnir eru út af Visa/Mastercard. 

3.1.8 Gjaldtaka við notkun viðskiptakerfis Smartshop – Latte ehf

Kaupendur og seljendur geta leitað stuðnings hjá þjónustuveri Smartshop – Latte ehf ef upp koma vandamál eða álitamál við notkun þjónustunnar. Fyrir alla þjónustu og ráðgjöf í tengslum við álitamál rukkar Smartshop – Latte ehf seljendur og kaupendur ákveðið gjald. Gjaldið er alltaf tekið skýrt fram áður en notendur nýta sér þjónustuver Smartshop – Latte ehf. 

3.1.9 Ábyrgðarreglur

Lykilorð notenda að aðgangi á Smartshop – Latte ehf er strangt til tekið persónulegt og því má ekki deila með öðrum. Ef notandi telur að lykilorð á aðgangi sé þekkt öðrum aðilum skal notandi breyta lykilorði sínu strax. Ef notandi telur að persónulegar upplýsingar séu í hættu á að vera misnotaðar er honum skylt að tilkynna það til Smartshop – Latte ehf hið fyrsta.

– Notandi ber sjálfur ábyrgð á notendanafni sínu og lykilorði og tjón vegna notkunar annara aðila á því ber notandi sjálfur ábyrgð á, nema rekja megi leka á slíku til Smartshop – Latte ehf.

– Athygli notanda er vakin á því að sé vara keypt á grundvelli umsóknar hans og í hans nafni ber notandi ábyrgð á greiðslum fyrir þjónustuna óháð því hvort hann sjálfur standi á bak við pöntunina eða ekki, enda hafi sá sem óskaði eftir þjónustunni fengið aðgangsupplýsingar frá notanda og þær gert honum kleift að kaupa vöru. Því er notanda bent á mikilvægi þess að vernda aðgangsupplýsingar að vefnum og fylgjast með því hvort nafn hans þar sé misnotað. Smartshop – Latte ehf mun leitast við að vara notendur við ef grunur leikur á því að þriðji aðili sé að panta vöru í annars nafni. Glatist aðgangsupplýsingar eða komist í hendur rangra aðila er notandi beðinn að tilkynna það tafarlaust svo unnt sé að koma í veg fyrir misnotkun.

3.1.10 Viðeigandi eftirlitsaðilar
Smartshop – Latte ehf hefur heimild til að vinna greiðslur í samæmi við reglur Valitor og eftirlitsaðila þess.

3.2 Meðhöndlun viðskiptadeilna og ágreinings milli kaupenda og seljenda

3.2.1 Almennt um viðskiptadeilur

Kaupendur og seljendur eiga möguleika á því að hafa samband við þjónustuver Smartshop – Latte ehf ef þeir lenda í deilum eða ágreiningi sín á milli varðandi viðskipti sem fara fram á Smartshop – Latte ehf. 

– Ef kaupandi móttekur vöru sem er ekki í samræmi við vörulýsingu eða upplifir önnur vandamál við seljanda í tengslum við viðskipti, er þess krafist að kaupandi reyni fyrst að leysa ágreininginn við seljanda sjálfan með því að hafa samband við hann ekki seinna en 24 klukkustundum eftir að vara er móttekin. Ef það svo reynist ekki mögulegt að leysa ágreininginn á þann hátt, er kaupanda frjálst að tilkynna viðskiptin til þjónustuvers Smartshop – Latte ehf. Tilkynning á viðskiptum eða seljanda þurfa að fara fram innan 14 daga frá móttöku vöru. 

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér allan rétt til þess að blanda sér ekki í erjur milli kaupenda og seljenda ef aðili sem tilkynnir málið hefur ekki gert tilraun til að leysa ágreininginn sjálfur við seljanda áður en haft var samband við Smartshop – Latte ehf, eða ef 14 daga fresturinn eftir móttöku vöru er liðinn.

– Við tilkynningu á viðskiptum þarf að fylla út formið “tilkynna viðskipti” sem staðsett er neðst á vefsíðunni. Í því formi þarf að koma fram ítarleg lýsing á því hvernig ágreiningur kom upp og ef um er að ræða erjur er varða ástand vöru þarf að fylgja ítarleg lýsing á því hvernig ástand vöru er ábótasamt og láta fylgja með skýrar ljósmyndir málinu til staðfestingar. Eftir að tilkynning hefur borist Smartshop – Latte ehf verður haft samband við tilkynningar aðila með tölvupósti og skilaboðum í gegnum pósthólf hans undir “spjall”. Eftir að tilkynningaraðili hefur tilkynnt viðskipti til Smartshop – Latte ehf fær hann send skilaboð frá Smartshop – Latte ehf því til staðfestingar að tilkynning sé móttekin. Þegar Smartshop – Latte ehf hefur móttekið öll viðeigandi gögn málinu til stuðnings verða allar veittar upplýsingarnar metnar ítarlega og haft verður samband við seljanda vegna málsins, að því gefnu að krafan sé talin gild og nægilega rökstudd. 

3.2.2 Lausnir á viðskiptadeilum og ágreiningsmálum

– Ef Smartshop – Latte ehf er tilkynnt um viðskiptadeilur og ágreiningsmál, verður deilan leyst á grundvelli og í samræmi við íslensk lög, ásamt því að öll samskiptagögn, viðskiptaviðræður, og gögn sem lögð eru fram af báðum aðilum deilunnar verða tekin til greina þar með talið en ekki takmarkað við ljósmyndir af mótekinni vöru, staðfestingu á sendingu vöru, staðfestingu á bindandi viðskiptasamningi ofl. 

– Gögn sem ekki eru afhent áður en farið er í að leysa deilumálið verða ekki tekin með sem sönnunargögn málinu til lausnar, jafnvel þó slík gögn gætu verið málinu mikilvæg. Allar lausnir á deilumálum eru byggðar á grundvelli skilmála Smartshop – Latte ehf. Í sumum tilfellum geta deilur verið leystar báðum aðilum í hag, en einnig getur komið til þess að málinu er hafnað. 

– Íslensk lög gilda til úrlausnar í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp vegna skilmálanna eða notkunar á þjónustunni. Takist ekki sættir um ágreiningsmál skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

3.2.3 Endurgreiðslur og ábyrgð

Kaupandi:

– Ef viðskiptadeilur eru leystar þér í hag varðandi viðskipti sem fara fram á Smartshop – Latte ehf, færð þú endurgreitt frá Smartshop – Latte ehf í samræmi við niðurstöðu málsins. Endurgreiðsla verður framkvæmd hið fyrsta í málum þar sem vara var aldrei afhent. Í málum þar sem ástand vöru var ábótasamt eða ekki í samræmi við vörulýsingu og myndir frá seljanda, verður endurgreiðsla framkvæmd þegar vara hefur verið endursend frá kaupanda til seljanda eða til Smartshop – Latte ehf, nema annað komi fram í samskiptum við þjónustuver Smartshop – Latte ehf. Í slíkum tilfellum fær kaupandi sendar sendingarupplýsingar frá Smartshop – Latte ehf til að ganga frá endursendingu vöru til seljanda. Senda þarf vöru til seljanda innan 5 virkra daga frá því sendingarupplýsingar hafa verið gefnar upp, á afhendingarstað sendingaraðila. Ef vara er ekki móttekin af sendingaraðila innan þessa tímaramma verður krafa um endurgreiðslu felld úr gildi. Kaupandi getur þannig ekki óskað aftur eftir skilum á vöru eða endurgreiðslu með hjálp þjónustuvers Smartshop – Latte ehf eftir að frestur rennur út. 

– Eftir að pakki hefur verið móttekin á afhendingarstað sendingaraðila verður framkvæmd endurgreiðsla til kaupanda sem samanstendur af kaupverði (að undanskyldu þóknunargjaldi Smartshop – Latte ehf) og sendingarkostnaði (að því skyldu að hægt sé að staðfesta endursendingu vöru).

Seljandi: 

Þegar þú selur vöru á Smartshop – Latte ehf, ber þér skylda til að lýsa vörunni á nákvæman og ítarlegan hátt í vörulýsingu og með myndum. Þú berð sjálf/ur alla ábyrgð á mistökum, villum, eða villandi upplýsingum í auglýsingu þinni. Vörumerki, upprunalýsingar, eða aðrar upplýsingar sem fram koma í söluauglýsingu þurfa að vera réttar og mega ekki vera villandi mögulegum kaupendum. Mistök, aðgerðarleysi, eða villandi upplýsingar geta haft í för með sér fjárhagslega ábyrgð seljanda gagnvart kaupanda eða Smartshop – Latte ehf vegna kostnaðar sem fylgja viðskiptunum (vöruverði og upphaflegs sendingarkostnaðar). Sjá fyrrnefnda skilmála 2.3.1.

Ef viðskiptadeilur eru leystar í hag kaupanda sem skilar keyptri vöru í kjölfarið, er seljanda skylt að:

– Taka virkan þátt í skilum og móttöku vörunnar. Ef seljandi vanrækir það að sækja og móttaka vöru eftir skil, leiðir það til þess að vörunni verður eytt/fleygt af sendingaraðila í samræmi við viðmið og reglugerðir. 

– Endurgreiða viðskiptin að fullu þar með talið söluverð sem upphaflega var greitt út af kaupanda að undanskildum sendingarkostnaði og þóknun til Smartshop – Latte ehf. 

Ef viðskiptadeilur eru leystar í hag kaupanda sem leiðir til þess að gefin er út fjárhagsleg krafa á hendur seljanda, þarf endurgreiðsla að fara fram samstundis og án óþarfa tafa. Ef reglum og leiðbeiningum Smartshop – Latte ehf er varða deilumál er ekki framfylgt getur það leitt til varanlegrar brottvísunar af Smartshop – Latte ehf. Ennfremur getur komið til þess að fjárkrafan verði áframsend til innheimtustofnunar þriðja aðila.

3.3 Mismunandi tegundir mála

Deilur eru leystar í eftirfarandi málum:

– Mál þar sem keypt vara skilar sér ekki til kaupanda

– Mál þar sem ástand vöru er verulega ábótasamt við móttöku vöru

– Mál þar sem fölsuð vara er móttekin

3.3.1 Staðfestingar og skjöl

Í tilfellum þar sem keypt vara skilar sér ekki til kaupanda, þarf seljandi að geta framvísað gögnum sem staðfesta að vara hafi verið send. Þess vegna þarf seljandi að halda vel utan um og passa að hann fái örugglega senda staðfestingu með textaskilaboðum eða tölvupósti frá sendingaraðila, eftir að vara hefur verið afhent til sendingaraðila, og einnig þarf að athuga að staðfesting á sendingu birtist í samskiptum milli seljanda og kaupanda á síðu Smartshop – Latte ehf.

Ef þú ert kaupandi í tilfelli þar sem ástand keyptrar vöru er virkilega ábótasamt, verður þú að tilkynna viðskipti og skrásetja hvað amar að vörunni sem allra fyrst eftir að vara er móttekin. Þetta skal framkvæmt innan uppgefins tímaramma sem fram kemur í hluta 3.3.2. Ef sá tímarammi er liðinn þegar tilkynning berst, áskilur Smartshop – Latte ehf sér rétt til þess að hafna málinu. Skrásetningar og skjöl í slíkum málum verða að innihalda nákvæmar og skýrar ljósmyndir af vöru og ítarlega lýsingu á því hvernig ástand vörunnar sem um ræðir er ábótasamt.

Ef þú ert kaupandi í tilfellum er varða falsaða vöru, verður þú að geta skrásett og staðfest nákvæmlega að varan sé ekki ekta. Skjöl málinu til sönnunar gætu t.d. verið:

– Skrifleg yfirlýsing frá viðurkenndum seljanda eða söluaðila viðkomandi vörumerkis

– Nákvæmar og skýrar ljósmyndir auk ítarlegrar lýsingar sem rökstyður kröfu þína

3.3.2 Tímarammar

Hluti 3.3.2 varðandi endurgreiðslur og ábyrgð á einungis við í málum þar sem viðskipti eru tilkynnt til Smartshop – Latte ehf innan skilgreinds tímaramma.

Í málum er varða keypta vöru sem skilar sér ekki til kaupanda, verða viðskiptin að vera tilkynnt til Smartshop – Latte ehf innan 14 daga eftir að viðskiptum lýkur og þau eru staðfest skv. viðskiptakerfi Smartshop – Latte ehf. 

Í málum þar sem ástand keyptrar vöru er verulega ábótasamt, er þess krafist að kaupandi geri tilraun til að leysa málið beint við seljanda með því að hafa samband við seljanda ekki seinna en 24 klukkustundum eftir að vara er móttekin. Ef ekki fæst lausn í málið með samskiptum milli kaupanda og seljanda, getur kaupandi tilkynnt viðskiptin til þjónustuvers Smartshop – Latte ehf. Tilkynna þarf viðskiptin innan 14 daga frá því vara er móttekin. Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að hafa engin afskipti af viðskiptaerjum notenda ef tilkynningar aðili gerir ekki tilraun til að leysa málið við seljanda áður en haft er samband við Smartshop – Latte ehf, eða ef ofangreindur tímarammi er liðinn.

  1. Reglur um almenna notkun á Smartshop – Latte ehf

4.2 Söluauglýsingar

4.2.1 Lögmæti

Notendur verða að vera meðvitaðir um að allar upplýsingar og myndir sem settar eru inn og tengjast söluvörunni sjálfri, auk allra samskipta sem fram fara í tengslum við möguleg viðskipti, verða að vera í samræmi við íslensk lög og auk þess að standast reglur og skilmála Smartshop – Latte ehf. 

4.2.2 Skilyrði söluauglýsinga

– Söluauglýsingar á Smartshop – Latte ehf verða að uppfylla eftirfarandi reglur. Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að fjarlægja þær söluauglýsingar sem ekki uppfylla reglurnar. 

– Söluauglýsingar mega einungis innihalda eiginlegar vörur. Ekki er leyfilegt að auglýsa þjónustu, aðrar verslanir, eða auglýsa eftir vörum til kaupa. 

– Smartshop – Latte ehf áskilur sér rétt til þess að óska eftir frekari gögnum um vörur, t.a.m. ástandi vöru, tímasetningu kaupa, eða hvaðan varan var upprunalega keypt. 

– Við skráningu söluauglýsingar á Smartshop – Latte ehf færist sjálfkrafa eignarréttur af vörunni yfir á Smartshop – Latte ehf.

– Við sölu á merkjavöru, áskilur Smartshop – Latte ehf sér rétt til þess að óska eftir upplýsingum sem staðfesta að varan sé í raun frá uppgefnu merki og ekki eftirlíking. Upplýsingarnar geta meðal annars verið sölukvittun frá viðurkenndri verslun, ótvíræðar ljósmyndir sem sanna uppruna vöru, eða staðfesting frá framleiðanda. 

4.2.3 Myndir í söluauglýsingum

– Þegar notandi setur inn myndir við söluauglýsingu á Smartshop – Latte ehf, er það á ábyrgð notandans að tryggja að myndirnar tilheyri honum sjálfum og brjóti ekki gegn höfundarétti. 

– Með því að setja inn myndir samþykkja notendur að: Smartshop – Latte ehf sé leyfilegt að nota myndirnar í auglýsingaskyni og sé frjálst að birta myndirnar í fréttabréfum, bloggum, og auglýsingum á samfélagsmiðlum. 

4.2.4. Vistunartími söluauglýsinga

Smartshop – Latte ehf geymir og vistar allar söluauglýsingar, einnig þær sem eru merktar óvirkar, í gagnagrunni sínum. Smartshop – Latte ehf ber ekki ábyrgð ef söluauglýsingar birtast á leitarsíðum á internetinu.

4.2.5 Tilkynningar vegna óleyfilegra söluauglýsinga

Hægt er að tilkynna til Smartshop – Latte ehf ef notanda grunar að söluauglýsing brjóti í bága við reglur og skilmála Smartshop – Latte ehf, höfundarétt, hugverkarétt, eða íslensk lög. Allar slíkar tilkynningar skulu sendast með tölvupósti á hjalp smart@Smartshop.is   eða með skilaboðum á Facebook síðu okkar.

4.3 Vörur sem ekki er leyfilegt að selja á Smartshop – Latte ehf

Það er ekki leyfilegt að setja inn söluauglýsingu á Smartshop – Latte ehf til sölu á ólöglegum vörum samkvæmt íslenskum lögum. Eftirfarandi hluti notendaskilmála listar upp þær vörur sem ekki er leyfilegt að selja á Smartshop – Latte ehf. 

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu vörur eða annað efni sem brjóta gegn höfundarétti, öðrum hugverkarétti, eða íslenskum lögum.

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu lyf eða fæðubótaefni af nokkru tagi.

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu matvæli, sælgæti, drykkjavörur, áfengi, orkudrykki, eða gæludýrafóður af nokkru tagi. 

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu lifandi dýr eða uppstoppuð dýr

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu vopn, skotvopn, eða sprengiefni af nokkru tagi.

– Ekki er leyfilegt að auglýsa til sölu vöru eða áskriftir sem fela í sér kröfu um frekari kaup síðar meir. 

4.4 Ábyrgð og hlutverk Smartshop – Latte ehf í tengslum við viðskipti 

4.4.1 Hlutverk Smartshop – Latte ehf

Vörur sem auglýstar eru til sölu á Smartshop – Latte ehf, með skráningu á söluauglýsingu, eru settar upp af notendum sjálfum. Smartshop – Latte ehf starfar sem milliliður með sölu milli seljenda og kaupenda á vörum sín á milli.

4.4.2. Ábyrgð Smartshop – Latte ehf

Að því leyti sem lög gera ráð fyrir samþykkir þú að bæta Smartshop – Latte ehf og starfsmönnum þess upp fyrir hvers konar tjón eða skaða sem komið gæti til vegna, eða í tengslum við, viðskipti notenda. Smartshop – Latte ehf ber ekki ábyrgð á hegðun notenda sem nýta sér þjónustu Smartshop – Latte ehf. Hefji þriðji aðili málarekstur á hendur Smartshop – Latte ehf vegna notkunar annarra á þjónustunni ber notanda að verja Smartshop – Latte ehf í slíkum málum og bæta það beina og óbeina tjón sem Smartshop – Latte ehf kann að verða fyrir vegna þess. 

Með samþykki á skilmálum þessum samþykkja notendur að Smartshop – Latte ehf ber ekki ábyrgð á hegðun seljenda eða kaupanda í tengslum við viðskipti þeirra á milli, né heldur þeim vörum sem auglýstar eru til sölu. Smartshop – Latte ehf kemur ekki til með að taka á sig skyldur notenda standist notandi ekki eftirfarandi kröfur. Ákveðin vernd fylgir því að versla í gegnum Smartshop – Latte ehf. Smartshop – Latte ehf tekur virkan þátt með því að hafa milligöngu með málum þar sem annar hvor aðili stendur ekki við skuldbindingar sínar, að því skilyrði að áður tilgreindum skilmálum um milligöngu sé fylgt. 

4.4.3. Fyrirvari 

Smartshop – Latte ehf hefur enga stjórn á eða er ábyrgt fyrir gæðum, öryggi, eða lögmæti þeirra vara sem auglýstar eru, sem tengjast viðskiptum milli notenda, eða hvort seljandi hafi vilja eða getu til að selja eða senda áfram vöru, né heldur hvort kaupandi hafi vilja eða getu til að greiða fyrir vöru. Smartshop – Latte ehf tekur engan þátt í og hefur engin afskipti af samningaviðræðum á kaupum og sölum á vörum í viðskiptum milli notenda. Í samskiptum og samningaviðræðum milli notenda geta komið upp tilvik óæskilegrar hegðunar, eða birtingu óleyfilegra upplýsinga, sem brotið geta í bága við lög eða skuldbindingar notenda, og ber Smartshop – Latte ehf enga ábyrgð á slíkum tilvikum. 

Öll brot gegn skilmálum þessum veita Smartshop – Latte ehf heimild til að loka á aðgang viðkomandi aðila. 

Verði hluti þessara skilmála talinn ógildur af þar til bærum yfirvöldum eða dómstólum skal það ekki hafa áhrif á gildi skilmálanna að öðru leyti. 

4.4.4. Greiðslur og sendingar frá notendum

Í viðskiptum milli notenda, hefur Smartshop – Latte ehf enga stjórn á því hvort notendur greiða fyrir vörur eða senda þær áfram líkt og sammælst var um. Smartshop – Latte ehf ber enga ábyrgð á því hvort seljandi sendi frá sér seldar vörur eða kaupandi greiði fyrir vörur eftir því sem samið var um. 

Athugið frekar skilmála um ábyrgð notenda og skilmála Smartshop – Latte ehf sem milliliðar í viðskiptum notenda. 

4.4.5. Skráning, meðferð og verndun persónuupplýsinga 

Á vef Smartshop – Latte ehf er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins (sjá persónuverndarstefnu hér). Í persónuverndarstefnu kemur fram hvernig Smartshop – Latte ehf umgengs þær persónuupplýsingar sem Smartshop – Latte ehf geymir um notendur og hvaða réttindi þeir eiga varðandi upplýsingarnar.

  1. Aðgangur á Smartshop – Latte ehf

Notendaaðgangur á Smartshop – Latte ehf tengist greiðslukerfi Smartshop – Latte ehf. Hægt er að nota notendaaðgang til að taka þátt í viðskiptum á Smartshop – Latte ehf, sem bæði kaupandi og seljandi. Skrásetja þarf greiðslukort við aðganginn til að geta átt viðskipti, kaup og sölu, í gegnum Smartshop – Latte ehf. 

Gildistími 

Skilmálar þessir eru gefnir út af Smartshop – Latte ehf og gilda frá og með 1. júní 2023 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

 

Hafa samband